Arion banki: Drög að uppgjöri 2F 2025 – afkoma nemur um 10 mö. kr. og er yfir spám greinenda


15 juli, 18:05

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung 2025 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 10 milljarðar króna sem leiðir til um 19% arðsemi eiginfjár sem tilheyrir hluthöfum Arion banka. Afkoma fjórðungsins er um 45% yfir meðaltalsspá greiningaraðila.

Munurinn liggur helst í hærri hreinum vaxtatekjum og virðisbreytingum af fjárfestingareignum, lægri rekstrarkostnaði samstæðunnar og jákvæðari virðisbreytingu lánabókar en greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir.

Tekjur af kjarnastarfsemi, samanlagðar hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, eru um 10% hærri en spár greiningaraðila.

Uppgjörið fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025 er enn í vinnslu og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 30. júlí nk.

Spár greiningaraðila er að finna hér

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:

Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengsl Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760 eða Haraldar Guðna Eiðssonar, forstöðumanns samskiptasviðs, samskiptasvid@arionbanki.is, s. 856 7108.

Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik (MAR), þann 2025-07-15 16:05 GMT.

Viðhengi

Arion banki: Drög að uppgjöri 2F 2025 – afkoma nemur um 10 mö. kr. og er yfir spám greinenda

Läs mer på MFN

Ämnen i artikeln


Arion Bank SDB

Senast

13,95

1 dag %

0,00%

1 dag

1 mån

1 år

Marknadsöversikt

OMX Stockholm 30

1 DAG %

1,72%

Senast

2 555,63

1 mån
Loading market data...
Senaste aktieanalyserna på Placera
Kollage Analys Ny
Privatekonomi med Placeras expert
Karolina Placera

Karolina Palutko Macéus skriver om allt som har med privatekonomi att göra och hur du kan få mer pengar i plånboken.

Affärsvärlden
AFV

Är du kund hos Avanza? Just nu kan du få en unik rabatt på Affärsvärlden. Afv har 28 år i rad utsetts till Sveriges bästa affärsmagasin i en undersökning med börs-VD:ar, finanschefer, IR-chefer och aktieproffs.

Annons
Introduce

för börsens små- och medelstora företag.

Annons
Investtech

Här hittar du våra artiklar om teknisk analys i samarbete med Investtech.