• Hagnaður eftir skatta 1,7 milljarðar króna (13 milljónir USD), aukning um 1,6 milljarða króna (12 milljónir USD)
  • Tekjuaukning 13%, heildartekjur 59,1 milljarðar króna (463 milljónir USD)
  • Met farþegatekjur 50,2 milljarðar króna (393 milljónir USD), aukning um 11% á milli ára
  • Styrking krónunnar og minni eftirspurn á via markaðnum vegna stöðu alþjóðamála hafði áhrif á EBIT afkomu
  • Einingakostnaður var óbreyttur og einingatekjur lækkuðu um 2% á milli ára
  • Stundvísasta flugfélag í Evrópu í apríl og júní skv. Cirium, stundvísi 87,2%
  • Sjóðstreymi frá rekstri 15,1 milljarður króna (118 milljónir USD), jókst um 1 milljarð króna
    (8 milljónir USD) á milli ára
  • Met lausafjárstaða 69,4 milljarðar króna (572 milljónir USD) í lok fjórðungsins
  • Gert er ráð fyrir að umbótaverkefni sem ráðist hefur verið í sem hluti af umbreytingarvegferð félagsins muni skila yfir 11,5 milljörðum króna (90 milljónum USD) á ársgrundvelli
  • Breyting á framboði til og frá Íslandi styrkir stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag
  • Bókanir á 3. ársfjórðungi sterkari en á síðasta ári, en hægari til lengri tíma
  • Gert er ráð fyrir að EBIT fyrir árið í heild verði öðru hvoru megin við núllið


Bogi Nils Bogason, forstjóri
„Afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi var betri en á sama tíma í fyrra þegar horft er á hagnað eftir skatta. Áframhaldandi áhersla okkar á aukna skilvirkni og áreiðanleika leiðakerfisins endurspeglaðist í framúrskarandi stundvísi en við vorum stundvísasta flugfélag í Evrópu í apríl og júní, sem sýnir frábæran árangur Icelandair teymisins. Hins vegar hafði minni eftirspurn á Atlantshafsmarkaðnum sem rekja má til stöðu alþjóðamála sem og veruleg styrking íslensku krónunnar neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna í fjórðungnum.

Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu.

Í ljósi aðstæðna í umhverfinu hefur aldrei verið mikilvægara en nú að einblína á þá þætti í rekstrinum sem við höfum stjórn á, eins og strangt kostnaðaraðhald, bætta skilvirkni, ábyrga stýringu á flugframboði og aukna tekjumyndun. Í lok annars ársfjórðungs höfðum við ráðist í aðgerðir sem munu skila 90 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þær eru komnar að fullu til framkvæmda. Við höldum áfram að velta við öllum steinum í rekstrinum með það að markmiði að allir kostnaðarliðir í starfseminni verði samkeppnishæfir. Í þriðja ársfjórðungi hefjum við kjarasamningsviðræður við flugmenn og flugfreyjur- og þjóna. Ég er þess fullviss um að við munum ná sameiginlegum markmiðum allra aðila um að tryggja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma í því síbreytilega umhverfi sem við störfum í og á sama tíma bjóða áfram framúrskarandi kjör og gott vinnuumhverfi.

Bókunarstaðan í þriðja ársfjórðungi er betri en á sama tíma í fyrra og við gerum ráð fyrir að afkoma félagsins muni batna á milli ára í fjórðungnum. Bókanir til lengri tíma, í haust og næsta vetur, halda áfram að vera hægari en á sama tíma í fyrra. Við erum bjartsýn á framhaldið þar sem við sjáum að fólk heldur áfram að setja ferðalög í forgang þrátt fyrir að bóka ferðir sínar með minni fyrirvara en áður. Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“

Vefútsending 18. júlí 2025
Kynning á uppgjöri 2. ársfjórðungs ársins 2025 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 18. júlí 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews

Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is

Viðhengi
Fréttatilkynning Q2 2025
Icelandair Group Hf 30 6 2025

Läs mer på MFN



Marknadsöversikt

1 DAG %

Senast

1 mån
Senaste aktieanalyserna på Placera
Kollage Analys Ny
Privatekonomi med Placeras expert
Karolina Placera

Karolina Palutko Macéus skriver om allt som har med privatekonomi att göra och hur du kan få mer pengar i plånboken.

Affärsvärlden
AFV

Är du kund hos Avanza? Just nu kan du få en unik rabatt på Affärsvärlden. Afv har 28 år i rad utsetts till Sveriges bästa affärsmagasin i en undersökning med börs-VD:ar, finanschefer, IR-chefer och aktieproffs.

Annons
Introduce

för börsens små- och medelstora företag.

Annons
Investtech

Här hittar du våra artiklar om teknisk analys i samarbete med Investtech.