Í dag ítrekaði stjórn Arion banka hf. ósk sína um samningaviðræður um sameiningu bankanna við stjórn Kviku banka hf.

Eins og kunnugt er þá ákvað stjórn Arion banka á fundi sínum þriðjudaginn 27. maí  sl. að óska eftir samrunaviðræðum við Kviku banka. Stjórn Kviku svaraði þeirri beiðni föstudaginn, 13. júní. Í svari Kviku kom fram að stjórn bankans teldi ekki forsendur fyrir því að hefja samrunaviðræður við Arion banka þar sem erindi Arion endurspeglaði að hennar mati ekki virði Kviku banka. Stjórn Kviku tók fram að ef stjórn Arion banka myndi endurskoða forsendur um virði Kviku væri hún reiðubúin að endurmeta ákvörðun sína varðandi samrunaviðræður. 

Stjórn og stjórnendur Arion banka hafa undanfarið haldið áfram vinnu við greiningu hagræðis og þeirra tækifæra sem til yrðu við samruna félaganna. Í kjölfar fundar fulltrúa Arion og Kviku í morgun ákvað stjórn Arion banka að senda uppfært erindi til stjórnar Kviku banka. Erindið, þar sem ítrekuð er ósk um samningaviðræður um sameiningu bankanna, var sent eftir lokun markaða í dag.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:

Theodórs Friðbertssonar, fjárfestatengsl Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760 eða Haraldar Guðna Eiðssonar, forstöðumanns samskiptasviðs, samskiptasvid@arionbanki.is, s. 856 7108.

Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik (MAR), þann 2025-07-04 22:22 GMT.

Viðhengi

Arion banki ítrekar ósk um samrunaviðræður við Kviku banka

Läs mer på MFN

Ämnen i artikeln


Arion Bank SDB

Senast

13,75

1 dag %

2,61%

1 dag

1 mån

1 år

Marknadsöversikt

1 DAG %

Senast

1 mån
Senaste aktieanalyserna på Placera
Kollage Analys Ny
Privatekonomi med Placeras expert
Karolina Placera

Karolina Palutko Macéus skriver om allt som har med privatekonomi att göra och hur du kan få mer pengar i plånboken.

Affärsvärlden
AFV

Är du kund hos Avanza? Just nu kan du få en unik rabatt på Affärsvärlden. Afv har 28 år i rad utsetts till Sveriges bästa affärsmagasin i en undersökning med börs-VD:ar, finanschefer, IR-chefer och aktieproffs.

Annons
Introduce

för börsens små- och medelstora företag.

Annons
Investtech

Här hittar du våra artiklar om teknisk analys i samarbete med Investtech.