Íslandsbanki hf.: Útboð á sértryggðum skuldabréfum 12. janúar


Igår, 16:31

Íslandsbanki verður með útboð á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa mánudaginn 12. janúar 2026. Boðnir verða út flokkarnir ISB CB 31 og ISB CBI 32.

Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Bankinn áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna tilboðum að hluta til eða öllu leyti.

Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur flokksins ISB CBI 26 eiga þess kost að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði. Verð á ISB CBI 26 er fyrirfram ákveðið og er hreint verð 100,1197.

Áætlaður uppgjörsdagur viðskipta er 19. janúar 2026.

Sértryggðu skuldabréfin verða gefin út undir útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf. Grunnlýsingu ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla: Sértryggð skuldabréf grunnlýsing.

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 12. janúar 2026.

Frekari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is

Viðhengi
Íslandsbanki hf.: Útboð á sértryggðum skuldabréfum 12. janúar

Läs mer på MFN



Marknadsöversikt

1 DAG %

Senast

1 mån