Klappir hf.: Lækkun hlutafjár, breyting á nafnvirði hvers hlutar og umbreyting í evrur


Igår, 16:31

Skráð hefur verið í fyrirtækjaskrá Skattsins hlutafjárlækkun, breyting á nafnvirði hvers hlutar og umbreyting hlutafjár í evrur í Klöppum Grænum Lausnum hf., í kjölfar þess að á hluthafafundi félagsins hinn 22. desember sl. voru samþykktar eftirfarandi tillögur stjórnar:

  1. Tillaga um lækkun hlutafjár og ráðstöfun yfirverðsreiknings hlutafjár
    „Stjórn leggur til að hluthafafundur samþykki lækkun hlutafjár að nafnverði kr. 67.295.203 og að lækkuninni verði allri ráðstafað til jöfnunar taps fyrri ára, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 51. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Tillagan felur í sér að lækka hlutafé félagsins úr kr. 140.153.700 í kr. 72.858.497. Þá felur tillagan jafnframt í sér að yfirverðsreikningi hlutafjár kr. 478.199.200 verði ráðstafað til jöfnunar taps, þ.e. á móti neikvæðu óráðstöfuðu eigin fé félagsins, sbr. 3. mgr. 100. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samtals verður kr. 545.494.403 ráðstafað til að jafna óráðstafað eigið fé félagsins. Tillagan er sett fram með fyrirvara um að tillögur stjórnar í dagskrárliðum 3-6 verði samþykktar í kjölfarið.
    Hlutafé félagsins skiptist í þrjá flokka og skulu flokkar hlutafjár lækka í jöfnum innbyrðis hlutföllum. Verði tillagan samþykkt munu 3.1, 4.1 og 4.2 gr. samþykkta félagsins taka breytingu.“

  1. Tillaga um breytingu á nafnverði hlutafjár úr íslenskum krónum í evrur og breytingu á nafnvirði hvers hlutar
    „Verði tillaga í dagskrárlið 2 samþykkt, þar sem hlutafé félagsins er lækkað, leggur stjórn til að hluthafafundur samþykki að nafnverði hlutafjár félagsins verði breytt úr íslenskum krónum í evrur, sbr. heimild í 2. málsl. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, og að nafnvirði hvers hlutar verði breytt úr 1 kr. í 10 evrusent. Félagið hefur þegar fengið heimild til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli fyrir 2025.
    Verði tillagan samþykkt, mun félagið nýta eigin hluti til að námunda B-hluthafa upp í heilan hlut. Eftirstandandi eigin hlutir félagsins verða 39.969 talsins. Nafnverð hlutafjár í félaginu mun þar með breytast úr fjárhæð kr. 72.858.497, eins og því var breytt með dagskrárlið 2, í EUR 506.313 á viðmiðunargenginu 143,9 kr./evra. Hlutafé félagsins er umreiknað í evrur í samræmi við heimild í 4. málsl. 5. mgr. 1. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Ársreikningur vegna ársins 2025 verður gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsstaðla (IFRS) og hlutaféð umreiknað á gengi sem er árslokagengi 2024. Umreikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsstaðalinn IAS 21.
    Hlutafé félagsins skiptist í þrjá flokka og skulu flokkar hlutafjár lækka í jöfnum innbyrðis hlutföllum til samræmis við breytingu úr íslenskum krónum í evrur. Þá skulu ákvæði þau er vísa til nafnvirði hluta taka breytingu til samræmis við að hver hlutur sé 10 evrusent. Verði tillagan samþykkt munu 3.1, 3.2, 4.1, 4.2, 4.3, 9.1, 9.2 og 9.3 gr. samþykkta félagsins taka breytingu.“

Einnig hefur verið óskað eftir því við Nasdaq Iceland og Nasdaq CSD að lækka og umbreyta skráðu hlutafé til samræmis og mun lækkunin verða framkvæmd 2. janúar 2026.

Skráð hlutafé í Klöppum Grænum Lausnum hf. eftir lækkunina og umbreytinguna er að nafnverði EUR 506.313 og skiptist í þrjá flokka hlutafjár. Útgefið hlutafé í A-flokki hlutabréfa er EUR 180.628 en útgefið hlutafé í B-flokki hlutabréfa er EUR 325.685. Útistandandi hlutabréf í C-flokki hlutabréfa eru engin. Eftir hlutafjárlækkunina munu 3.256.850 hlutir í B-flokki hlutabréfa vera skráðir í viðskiptum á First North Iceland og jafnframt munu Klappir Grænar Lausnir hf. eiga 39.829 eigin hluti í sama flokki.

Viðhengi
Klappir hf.: Lækkun hlutafjár, breyting á nafnvirði hvers hlutar og umbreyting í evrur

Läs mer på MFN



Marknadsöversikt

1 DAG %

Senast

1 mån