Arion banki: Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 liggja fyrir – afkoma fjórðungsins nemur um 6 milljörðum króna


18 januari, 2021

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12%. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum.

Afkoma áframhaldandi starfsemi nam um 8 milljörðum króna á fjórðungnum og þróast heilt yfir með mjög jákvæðum hætti, hvort sem hún er borin saman við þriðja ársfjórðung þessa árs eða fjórða ársfjórðung 2019. Fjármunatekjur og tekjur af fjárfestingareignum eru sérlega góðar á fjórðungnum eða sem nemur samtals um 2,8 milljörðum króna og hreinar niðurfærslur eru litlar sem engar. Á móti kemur að neikvæð áhrif af eignum til sölu nema ríflega 2 milljörðum króna og vegur þar þyngst niðurfærsla á eignum í Stakksbergi ehf.

Uppgjörið fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs er enn í vinnslu og endurskoðun ekki lokið. Því kann það að taka breytingum fram að birtingardegi þann 10. febrúar nk.

Rétt er að taka fram að áfram er óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé er áfram mjög mikill sem auðveldar bankanum að takast á við þessar óvenjulegu aðstæður.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til:

Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760 eða Haraldar Guðna Eiðssonar, forstöðumanns samskiptasviðs, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s. 856 7108.

Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik (MAR), þann 2021-01-18 15:03 GMT.

Viðhengi

Arion banki: Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 liggja fyrir – afkoma fjórðungsins nemur um 6 milljörðum króna

Ämnen i artikeln


Arion Bank SDB

Senast

12,90

1 dag %

−0,39%

1 dag

1 mån

1 år

Mest läst
Senaste nytt
Marknadsöversikt

1 DAG %

Senast

1 mån
Senaste aktieanalyserna på Placera
Kollage Analys Ny
Privatekonomi med Placeras expert
Karolina Palutko Macéus
Karolina Palutko Macéus skriver om allt som har med privatekonomi att göra och hur du kan få mer pengar i plånboken.
Affärsvärlden
AFV
Är du kund hos Avanza? Just nu kan du få en unik rabatt på Affärsvärlden. Afv har 28 år i rad utsetts till Sveriges bästa affärsmagasin i en undersökning med börs-VD:ar, finanschefer, IR-chefer och aktieproffs.
Annons
Introduce
för börsens små- och medelstora företag.
Annons
Investtech
Här hittar du våra artiklar om teknisk analys i samarbete med Investtech.