Icelandair: Áframhaldandi mikil eftirspurn til og frá Íslandi


6 augusti, 17:36

Í júlí 2025 flutti Icelandair 611 þúsund farþega, svipaðan fjölda og í júlí í fyrra. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt rúmlega 2,8 milljónir farþega, 9% fleiri en á sama tímabili í fyrra.

Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 41% voru tengifarþegar og 4% ferðuðust innanlands. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 14% á milli ára sem er í takt við áherslur sem félagið hefur lagt á þessa lykilmarkaði.

Sætanýting jókst um 1,1 prósentustig og nam 88,2%. Stundvísi jókst sömuleiðis og var 81,8%.

Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 41%. Fraktflutningar jukust um 19% miðað við júlí í fyrra. Kolefnislosun minnkaði um 4% á tonnkílómetra.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Það er ánægjulegt að sjá hlutfall farþega til og frá Íslandi halda áfram að aukast, sem er í takt við áherslur okkar á þessa markaði. Heildarfjöldi farþega var svipaður á milli ára í júlí en markmið okkar er að vaxa utan háannatíma sumarsins til að minnka árstíðasveifluna í rekstrinum og efla tengingar allt árið. Við kynnum til sögunnar fimm nýja áfangastaði í haust og vetur – Istanbul, Miami, Malaga, Edinborg og Höfn í Hornafirði – sem styrkir framboð okkar yfir vetrartímann og eflir leiðakerfið.“

Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is

Viðhengi
07 Traffic Data
Icelandair: Áframhaldandi mikil eftirspurn til og frá Íslandi

Läs mer på MFN



Marknadsöversikt

1 DAG %

Senast

1 mån
Senaste aktieanalyserna på Placera
Kollage Analys Ny
Privatekonomi med Placeras expert
Karolina Placera

Karolina Palutko Macéus skriver om allt som har med privatekonomi att göra och hur du kan få mer pengar i plånboken.

Affärsvärlden
AFV

Är du kund hos Avanza? Just nu kan du få en unik rabatt på Affärsvärlden. Afv har 28 år i rad utsetts till Sveriges bästa affärsmagasin i en undersökning med börs-VD:ar, finanschefer, IR-chefer och aktieproffs.

Annons
Introduce

för börsens små- och medelstora företag.

Annons
Investtech

Här hittar du våra artiklar om teknisk analys i samarbete med Investtech.