Icelandair: Áframhaldandi mikil eftirspurn til og frá Íslandi
6 augusti, 17:36
6 augusti, 17:36
Í júlí 2025 flutti Icelandair 611 þúsund farþega, svipaðan fjölda og í júlí í fyrra. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt rúmlega 2,8 milljónir farþega, 9% fleiri en á sama tímabili í fyrra.
Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 41% voru tengifarþegar og 4% ferðuðust innanlands. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 14% á milli ára sem er í takt við áherslur sem félagið hefur lagt á þessa lykilmarkaði.
Sætanýting jókst um 1,1 prósentustig og nam 88,2%. Stundvísi jókst sömuleiðis og var 81,8%.
Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 41%. Fraktflutningar jukust um 19% miðað við júlí í fyrra. Kolefnislosun minnkaði um 4% á tonnkílómetra.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Það er ánægjulegt að sjá hlutfall farþega til og frá Íslandi halda áfram að aukast, sem er í takt við áherslur okkar á þessa markaði. Heildarfjöldi farþega var svipaður á milli ára í júlí en markmið okkar er að vaxa utan háannatíma sumarsins til að minnka árstíðasveifluna í rekstrinum og efla tengingar allt árið. Við kynnum til sögunnar fimm nýja áfangastaði í haust og vetur – Istanbul, Miami, Malaga, Edinborg og Höfn í Hornafirði – sem styrkir framboð okkar yfir vetrartímann og eflir leiðakerfið.“
Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is
Viðhengi
07 Traffic Data
Icelandair: Áframhaldandi mikil eftirspurn til og frá Íslandi
6 augusti, 17:36
Í júlí 2025 flutti Icelandair 611 þúsund farþega, svipaðan fjölda og í júlí í fyrra. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt rúmlega 2,8 milljónir farþega, 9% fleiri en á sama tímabili í fyrra.
Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 41% voru tengifarþegar og 4% ferðuðust innanlands. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 14% á milli ára sem er í takt við áherslur sem félagið hefur lagt á þessa lykilmarkaði.
Sætanýting jókst um 1,1 prósentustig og nam 88,2%. Stundvísi jókst sömuleiðis og var 81,8%.
Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 41%. Fraktflutningar jukust um 19% miðað við júlí í fyrra. Kolefnislosun minnkaði um 4% á tonnkílómetra.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:
„Það er ánægjulegt að sjá hlutfall farþega til og frá Íslandi halda áfram að aukast, sem er í takt við áherslur okkar á þessa markaði. Heildarfjöldi farþega var svipaður á milli ára í júlí en markmið okkar er að vaxa utan háannatíma sumarsins til að minnka árstíðasveifluna í rekstrinum og efla tengingar allt árið. Við kynnum til sögunnar fimm nýja áfangastaði í haust og vetur – Istanbul, Miami, Malaga, Edinborg og Höfn í Hornafirði – sem styrkir framboð okkar yfir vetrartímann og eflir leiðakerfið.“
Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is
Viðhengi
07 Traffic Data
Icelandair: Áframhaldandi mikil eftirspurn til og frá Íslandi
Trumps handelskrig
Analys
Inflationen
Fonder
Aktieråd
Trumps handelskrig
Analys
Inflationen
Fonder
Aktieråd
1 DAG %
Senast
Asmodee
Idag, 07:32
Bättre resultat än väntat för Asmodee
OMX Stockholm 30
1 DAG %
Senast
2 593,76